SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. desember 2023

VERÐLAUN BÓKSALA

Í vikunni var tilkynnt hvaða verk hlutu Verðlaun bóksala í ár. Það vekur sérstaka athygli, og er afar ánægjulegt, að öll þrjú verðlaunasætin í flokknum Íslensk skáldverk eru skipuð konum.

 

Íslensk skáldverk:

1. Duft eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

2. Deus eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur

3. Dj Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur

 

 

Ljóðabækur

1. Dulstirni/Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson

2. Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur og Hlíf Unu Bárudóttur

3. Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur

 

 

Barna- og ungmennabækur

1. Hrím eftir Hildi Knútsdóttur

2. Orri óstöðvandi: Jólin eru að koma eftir Bjarna Fritzson

3. Mömmuskipti eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur

 

 

Fræðibækur, ævisögur og handbækur

1. Andlit til sýnis eftir Kristínu Loftsdóttur

2. Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring

3. Morðin í Dillonshúsi eftir Sigríði Dúu Goldsworthy

 

 

Þýdd skáldverk

1. Minningaskrínið eftir Kathryn Hughes. Þýðandi: Ingunn Snædal

2. Heaven eftir Mieko Kawakami. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson

3. Paradísarmissir eftir John Milton. Þýðandi: Jón Erlendsson

 

Þýddar barna- og ungmennabækur

1. Húsið hans afa eftir Meritxell Martí og Xavier Salomó. Þýðandi: Elín G. Ragnarsdóttir

2. Júlían í brúðkaupinu eftir Jessica Love. Þýðandi: Ragnhildur Guðmundsdóttir

3. Ofurskrímslið eftir David Walliams. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.

 

Tengt efni