TILNEFNDIR HÖFUNDAR Í SKÁLDATALI
Í gær var tilkynnt hvaða höfundar eru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlauna útgefenda og glæpasagnaverðlaunna Blóðdropans í ár. Við bendum á að í Skáldatalinu okkar er hægt að lesa færslur um svo til allar tilnefndar konur og kvár, en þetta eru: Gerður Kristný, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Kristín Ómarsdóttir, sem tilnefndar eru í flokki skáldverka, Hildur Knútsdóttir, Embla Bachmann og Blær Guðmundsdóttir (myndhöfundur), Sigrún Eldjárn, Rán Flygenring og Elías Rúni (myndhöfundur), sem tilnefnd eru í flokki barna- og ungmennabókmennta, Eva Björg Ægisdóttir og Ragnheiður Gestsdóttir sem tilnefndar eru til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans.
Til verðlauna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis voru tilnefndar þær Ingibjörg Björnsdóttir (Listdans á Íslandi) og Anna Dröfn Ágústsdóttir (Óli K.) en því miður höfum við ekki enn komið upp höfundatali fyrir fræðafólk, en það stendur til bóta, sem og fyrir þýðendur.
Við óskum öllum tilnefndum höfundum til hamingju!