SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir19. desember 2024

SKÁLDKONUR SEM UNNU VERÐLAUN BÓKSALA

Í bókmenntaþættinum Kiljunni, frá 11. desember, var tilkynnt hvaða skáld hlutu Verðlaun bóksala en þar velja bóksalar sínar uppáhaldsbækur. 
 
Verðlaunaflokkarnir eru sex og eru þrjár bækur undir í hverjum flokki. Samtals eru því bækurnar 18 sem valdar eru, auk þess sem valin er besta bókakápan. Af þessum 18 bókum voru 13 eftir konur. Það er ekki seinna vænna að greina frá þeim hér og tengja við skáldatalið, eftir því sem hægt er:
 
Allar ljóðabækurnar sem urðu fyrir valinu eru eftir konur. Jarðljós eftir Gerði Kristnýju, Aðlögun eftir Þórdísi Gísladóttur og Safnið – Ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
 
Skáldverkin eru sömuleiðis öll eftir konur. Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur.
 
Þá er tvær bækur af þremur þýddum skáldverkum eftir konur; þýðing Helgu Soffíu Einarsdóttur á skáldsögunni Fóstur eftir Claire Keegan og þýðing Erlu Elíasdóttur Völudóttur á Hildi eftir Satu Ramö.
 
Tvær af þremur barna- og ungmennabókum voru sömuleiðis eftir konur; Tjörnin eftir Rán Flygenring og Sigrún í safninu eftir Sigrúnu Eldjárn. Í flokki þýddra barna- og ungmennabóka varð eitt verk eftir konu fyrir valinu, Hundabeinagrafan, handprjónuð húfa, og Önd eftir Rasmus Bregnhöi í þýðingu Eyju Sigríðar Gunnlaugsdóttur.
 
Loks urðu tvö verk eftir konur fyrir valinu í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna: Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur og Óli K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur.

Tengt efni